Vatnsheld steinsteypa með kristaltækni

Kristal sjálfþéttandi steypa með C-S-H virkni. Steypan verður bæði þéttari og sterkari!!

Straumhvörf í steypuframleiðslu.

Kristal sjálfþéttandi steypa með C-S-H virkni
Steypan verður bæði þéttari og sterkari!!

Íslenskur aðall ehf. hefur um langt skeið boðið sementsbundið íblöndunar efni, XYPEX, sem spornar við rakamyndun í steypu með kristalverkun.
XYPEX hefur verið notað til að þétta steypu hér á landi síðan 1993 og er því komin um 30 ára reynsla á notkun þess.
XYPEX var borið á brú yfir ánna Breiðbalakvísl rétt austan Kirkjubæjarklausturs árið 1993.
Rannsókn var gerð árið 2005 á vegum VGH Hönnunar, Vegagerðarinnar, Landsvirkjunar og Íbúðalánasjóðs. Sýni voru tekin úr brúnni og rannsökuð til að mæla virkni kristalla í steypunni. Þessari rannsóknarvinnu stýrði dr. Gísli Guðmundsson. Niðurstaða rannsóknarinnar var mjög afgerandi og sýndi vel virkni XYPEX.
Einnig var gerð rannsókn þar sem XYPEX ADMIX íblöndunarefni var rannsakað.
Niðurstaða var sú sama. ( sjá www.adall.is undir liðnum rannsóknir).
XYPEX efnin hafa verið ráðandi í heiminum alveg frá sjöunda áratug síðustu aldar.
Efnin hafa án nokkurs vafa sýnt fram á ágæti sitt og eru notuð um allan heim í dag.
Hins vegar hefur verðlagning á XYPEX haft takmarkandi áhrif á útbreiðslu og sölu.
Íslenskur aðall hefur því leitað logandi ljósi að efni sem væri með svipaða virkni en á hagkvæmara verði. Nú virðist sú leit á enda vera.

Á Spáni er aðili, Krystaline Technology S.A.,  sem hefur um skeið framleitt efni, KRYSTALINE, sem virðist vera sambærilegt XYPEX hvað varðar vatnsþéttingu á steinsteypu. Efnið hefur einnig C.S.H. virkni eða possolan virkni sem gerir steypuna mun sterkari.
KRYSTALINE er nýrra og er auk þess mun hagkvæmara í notkun en XYPEX. Sem dæmi þá þarf bara 1 kg/m3 af þessu efni sama hvert magn sements er í steypublöndunni, saman borið við 3-7 kg/m3 af XYPEX. Efnið er pakkað í 1 kílóa plasthulsur sem leysast upp í vatni og er sett með öðrum þurrefnum í steypuna.
Einnig er sami framleiðendi með steypuþekju og múrefni í ætt við XYPEX CONCENTRATE en með C-S-H virkni.
KRYSTALINE C-S-H er nú þegar notað í yfir 25 löndum víða um heim.
Sjá: http://www.krystalinetechnology.com/
Gísli Guðmundsson er Íslenskum aðli ehf. innan handar í tæknilegum efnum.
Íslenskur aðall ehf. hefur nú gert samning við framleiðenda um að vera fulltrúi hans á Íslandsmarkaði.

Stærsti hluti sements eru kalsíum síliköt.
Þegar sementið blotnar þ.e.a.s. þegar steypa er gerð þá verða til tvær kalsíum bindingar.
Annars vegar kalsíum – hýdroxíð kallað C-H
og hins vegar kalsíum-sílikat-hýdrad kallað C-S-H sem er hin eiginlega sementsefja.

C-H Ca(OH)2
C-H er líka kallað Portlandite. Það er í stuttu máli efnið sem við viljum hafa sem minnst af í steypunni.
Það er mjúkt og myndar m.a. gel og getur lekið út úr steypunni. C-H í sambandi við koldíoxíð og vatn leiðir til karbóniseringar steypunnar. Einnig geta myndast óæskileg sambönd við C-H í brennisteinsríku umhverfi og útkoman verður gifs.
Með KRYSTALINE minnkar C-H myndunin um 25%

C-S-H (CaO) +(SiO2) + (H2O)
Þetta efni verður til þegar steypa harðnar.
C-S-H er það sem bindur steypuna saman.
Þetta er æskilega kísilbindingin.
Með KRYSTALINE eykst C-S-H myndunin um 36%

Krystaline sjálfþéttandi efni byggir á hinni byltingarkenndu C-S-H tækni.
Með henni er komin næsta kynslóð vatnsþéttiefna.
Kristal C-S-H tæknin bætir hörnunarferli steypunnar til muna.
Það þýðir að C-S-H myndunin verður mun meiri og örari á kostnað C-H sem myndast mun hægar en ella.
Þetta verður til þess að steypan verður miklu þolnari og endingarbetri.

Ávinningur Krystaline C-S-H umfram önnur kristalefni:
Miklu meiri vatnsþétting til bæði styttri og lengri tíma.
Gríðarleg vörn gegn háum vatnsþrýstingi.
Merkjanlegur munur á bæði þrýstistyrk og togþoli.
Staðfest þétting örpóra við yfirborð á 28 daga hörnunartíma.
Rannsóknir sýna fram á sjálfþéttingu í sprungum allt að 0.7 mm að breidd.
Staðfest og vottað að Kristal C-S-H kemur í stað vatnsverjandi dúka.
Staðfest og vottað að Kristal C-S-H kemur í stað vatnsverjandi yfirborðsefna.
Stórlega aukið þol og ending steypunnar.

Heftuð myndun C-H ( Kalsíum Hýdroxíð) með Kristal C-S-H tækni næst eftirfarandi ávinningur umfram hefðbundna kristalvirkni.
Kemur í veg fyrir rýrnun og þannig helst styrkur og þéttleiki steypunnar varanlega.
Kemur í veg fyrir karboniseringu, ferli sem eykur hrörnun.
Kemur í veg fyrir tæringu vegna myndunar gifs og ettringer gels.
Eykur styrk og endingu steypunnar.
Með því að notast við Krystaline C-S-H tækni verður til verulegur sparnaður við vatsnþéttingu og viðhald verður í algjöru lágmarki um ókomna framtíð